Back to All Events

Fyrirlestur - Stjórnaðu þínu vörumerki

  • Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 107 Reykjavík Iceland (map)

FHI stendur fyrir opnum fyrirlestri fyrir félagmenn FHI um vörumerkjastjórnun og markaðsstarf innan fyrirtækja þeirra.

Dagsetning: Miðvikudaginn 20.febrúar nk.

Tímasetning: kl.18:00-21:00

Staðsetning: Húsnæði Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.


Stjórnaðu þínu vörumerki

Fyrirlesari: Kristinn Arnarson, MBA og MS í markaðsfræði

Nánar um fyrirlesturinn
Vörumerki eru notuð til að auðkenna vörur og aðgreina þær frá vörum keppinauta. Sterk vörumerki njóta stöðu sinnar m.a. með því að selja meira magn og fá hærra verð fyrir sínar vörur.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um grunnþætti vörumerkjastjórnunar (e. branding) og hvernig hún getur hjálpað stórum sem smáum fyrirtækjum á samkeppnismarkaði. Reynt verður að tengja fræðin sem mest við starf innanhússarkitekta og þeirra markað. Helstu hugtök útskýrð og hvaða tæki og tól hægt er að beita í markaðssetningu til að auka virði vörumerkja.

Í tengslum við fyrirlesturinn verður send út markaðskönnun á félagsmenn í FHI og verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Skráning hér!

Fyrir félagsmenn FHI