Stofnendur FHI

Stofnendur FHI voru 6 talsins, þetta voru þeir
Hjalti Geir Kristjánsson, Árni Jónsson, Sigurgísli Sigurðsson, Helgi Hallgrímsson, Sveinn Kjarval og Gunnar Theódórsson.

Hjalti Geir Kristjánsson - formaður

“Hjalti Geir Kristjánsson fæddist í Reykjavík árið 1926. Að loknu verslunarskólaprófi fór hann í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem húsgagnasmiður árið 1948. Þaðan lá leiðin til Zürich í Sviss þar sem hann nam húsgagna- og innanhússarkitektúr á árunum 1948–1950. Á leiðinni heim til Íslands hafði hann viðkomu í Stokkhólmi og New York. Í Stokkhólmi var hann gestanemi við Konstfack-listakademíuna en í New York við Columbia-háskólann.” Hjalti var fyrsti formaður FHI (þá Félag íslenskra húsgagnaarkitekta) og var formaður fyrstu 9 árin.

Heimild Morgunblaðið 31. mars 2007
Mynd/RAX

Sigurgísli Sigurðsson (1923-2011)  “Sigurgísli lauk meistaraprófi í húsgagnasmíði 1949 og húsasmíði 1953 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hafði löggildingu sem húsasmíðameistari. Sigurgísli fór í framhaldsnám í Aarhus Tekniske Skole, 1946 til 1950 í Danmörku og lauk þaðan prófi í húsgagna- og innanhúshönnun sem húsgagna- og innanhúsarkitekt. Sigurgísli stofnaði og rak trésmiðjuna Húsgögn og innréttingar frá 1950. Eftir að hann kom heim úr námi frá Danmörku sérhæfði hann sig í hurðasmíði. Líklega eru mörg heimili með útidyrahurðir úr tekki frá honum.”  Heimildir: Morgunblaðið  3. janúar 2012  og Hönnunarsafn Íslands Mynd: Geni

Sigurgísli Sigurðsson (1923-2011)

“Sigurgísli lauk meistaraprófi í húsgagnasmíði 1949 og húsasmíði 1953 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hafði löggildingu sem húsasmíðameistari. Sigurgísli fór í framhaldsnám í Aarhus Tekniske Skole, 1946 til 1950 í Danmörku og lauk þaðan prófi í húsgagna- og innanhúshönnun sem húsgagna- og innanhúsarkitekt. Sigurgísli stofnaði og rak trésmiðjuna Húsgögn og innréttingar frá 1950. Eftir að hann kom heim úr námi frá Danmörku sérhæfði hann sig í hurðasmíði. Líklega eru mörg heimili með útidyrahurðir úr tekki frá honum.”

Heimildir: Morgunblaðið 3. janúar 2012 og Hönnunarsafn Íslands
Mynd: Geni

Helgi Hallgrímsson

“Helgi Hallgrímsson (1911-2005) húsgagnaarkitekt. Helgi telst til frumherja í stétt íslenskra húsgagnaarkitekta sem sóttu nám erlendis á millistríðsárunum. Í verkum hans má greina ríkjandi hugmyndir módernismans um notagildi, efnisnotkun og stíl sem hann vísaði í sem „tímalausan“ og tengja má við nútímalega norræna hönnun eftirstríðsáranna.”

 

Sveinn Kjarval

“Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun hér á landi á þeim árum er einhæfni ríkti á því sviði, hönnun talin óþörf og jafnvel óþekkt. Í húsgagnahönnun innleiddi hann hina hreinu og léttu dönsku línu sem m.a. má sjá í borðstofu- og ruggustólum hans frá þeim tíma. Hann hannaði auk þess innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókhlöðuna á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð í Austurstræti svo eitthvað sé nefnt auk fjölda vandaðra húsgagna sem enn í dag eru eftirsótt. Þá kenndi hann við handíðadeild Kennaraskólans 1951-56 og hélt fjölda fyrirlestra um hönnun, en oft fyrir daufum eyrum.

Heimild: Morgunblaðið 20. mars 2014

Gunnar Theódórsson (1920-2002). .

Gunnar Theódórsson stundaði nám í húsgagnabólstrun og síðar innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn á árunum 1938-1945. Eftir að hann kom heim úr námi starfaði hann hjá Húsameistara Reykjavíkurborgar til 1954, rak eigin teiknistofu frá 1954-1971 og vann hjá Skrifstofum ríkisspítalanna frá 1971–1995.

Heimild: Hönnunarsafn Íslands
Mynd: Iðnaðarmál 17.árg.1970

Árni Jónsson

Nr.6 efst hægra megin á mynd