Hvað gera innanhússarkitektar?

Fagmenntaður innanhússarkitekt er einstaklingur með sérhæfingu sem byggir á menntun, reynslu og hæfni á sviði innanhússarkitektúrs. Hann skilgreinir og leysir á skapandi hátt verkefni sem tengjast nýtingu og gæðum innri rýma.

Innanhússarkitektinn leggur fram tillögur og frumdrög að ákveðnu verki. Þegar fyrstu hugmyndir hafa verið samþykktar af verkkaupa, hefst vinna við aðalteikningar. Því næst eru gerðar sérteikningar og verklýsingar. Lokaþátturinn er umsjón með verkinu og úttekt á því.

Helstu verkefnasvið

  • Gerir uppdrætti, verklýsingar og önnur gögn sem varða innanhússhönnun.

  • Veitir þjónustu og ráðgjöf sem tengist innanhússkipulagi. Þarf að geta gert byggingafræðilega úttekt á staðnum þar sem stuðst er við þekkingu á skipulagi og smíði innviða, innréttinga og teikningu deila.

  • Leitast við að auðga umhverfið með tilliti til heilsu, öryggis og velferðar almennings.

  • Þarf að kunna skil á áætlanagerð, tilboðsgerð, þarfagreiningu, rýmishönnun og fagurfræði.

  • Þarf að geta gert byggingafræðilega úttekt á staðnum þar sem stuðst er við þekkingu á skipulagi og smíði innviða, innréttinga og teikningu deila.

  • Hefur kynnt sér framboð á byggingar- og húsgagnamarkaði.

  • Ber að starfa innan ramma byggingarlaga.