Stofnað 1955

Félag húsgagna- og innanhússarkitekta var stofnað árið 1955 og er þar með elsta fagfélag hönnuða á Íslandi.

Stofnfélagar FHI voru helstu frumkvöðlar í íslenskri húsgagnahönnun og húsgagnaframleiðslu. Fhi hefur mikla trú á íslenskri innanhússhönnun og húsgagnaframleiðslu og á þá ósk að hún eflist og verði stór atvinnugrein. Innanhússarkitektúr er einnig ein þeirra sjónlista sem helst hefur mótandi áhrif á sjónrænt umhverfi okkar og daglegt líf.


Hlutverk

Hlutverk félagsins er að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta og auka þekkingu og skilning á starfi þeirra. Félaginu er ætlað að efla samkennd félagsmanna, gæta hagsmuna félagsmanna og efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði húsgagna- og innanhússarkitekta, innanlands sem utan. 

Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að bættum híbýlaháttum og eflingu hönnunar.


Starfsemi

Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Félags húsgagna og innanhússarkitekta ásamt átta annarra félaga; Arkitektafélags Íslands, Félags Íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags Íslenskra gullsmiða og Félags Íslenskra teiknara.

Hönnunarmiðstöð Íslands er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun á Íslandi og erlendis. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. 

Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis, enda felast þar stór tækifæri fyrir íslenska hönnun og framleiðsluvörur.

 
 

Erlent samstarf

 

Samtök evrópskra innanhússarkitekta

Félag húsgagna- og innanhússarkitekta er meðlimur í samtökunum.


Útgáfustarfsemi

 

HA

HA er tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr og er fhi eitt níu aðildarfélaga sem standa að útgáfunni.
Ritið kemur út tvisvar á ári, maí og nóvember.