Hlutverk

Hlutverk markaðsnefndar er að virkja þau málefni sem tengjast fræðslu- og kynningarmálum með sérstakri áherslu á markaðsmál bæði innan félagsins og almennt útávið um störf, ímynd og viðhorf samfélagsins gagnvart húsgagna- og innanhússarkitektum á Íslandi. Nefndin gerir tillögur um kynningar- og fræðslufundi til stjórnar FHI.

Markmið

  • Styrkja félagið í markaðsmálum og fræðslu sem og að efla starf húsgagna- og innanhússarkitekta

  • Fjalla um sérstök hagsmunamál húsgagna- og innanhússarkitekta og gera tillögur um þau til stjórnar

  • Efla fræðslu og kynningu á húsgagna- og innanhússarkitektúr fyrir almenningi og öðrum starfsstéttum

Nefndina skipa