aba64622d1ad164-2.jpg
 
 

Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu FHI ásamt átta annarra félaga; 

Arkitektafélags Íslands, Félags Íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags Íslenskra gullsmiða og Félags Íslenskra teiknara.

Hlutverk

Hönnunarmiðstöð Íslands er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun á Íslandi og erlendis. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. 

Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis, enda felast þar stór tækifæri fyrir íslenska hönnun og framleiðsluvörur.