Aðalfundur fhi

Reykjavík, 18.maí 2011

Kæru Félagsmenn

Við minnum á aðalfund félags húsgagna og innanhússarkitekta, sem haldinn verður fimmtudaginn 26.maí kl 17:30, í Vonarstræti 4b - Hönnunarmiðstöð Íslands.
 

Dagskrá aðalfundar

Almenn aðalfundarstörf og önnur mál

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla stjórnar, störf og framkvæmdir á liðnu ári.
  3. Skýrsla réttindanefndar.
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  5. Kosið í stjórn félagsins. 

Iva Rut formaður, Helga Sigurbjarnardóttir, gjaldkeri og Hallgrímur, varamaður gefa kost á endurkjöri. Óskað er eftir einu framboði í stjórn.

Kosið í nefndir félagsins. 

Óskað er eftir framboði í dagskránefnd. Dagskránefnd heldur m.a utan um þáttöku fhi í Hönnunarmars 2012.

Kosið í réttindanefnd.

Skuldastaða félagsins vegna lögfræðikostnaðar.

Skuld fhi við Einar Pál Tamini vegna málflutnings og ráðgjafar. Samtals 1.183.234 með vsk. Tillaga að leið til lausnar:  Hækkun félagsgjalda og eða lántaka.

Ákvörðun ársgjalds.

Tillaga: Stjórn leggur til að ársgjald verði hækkað í 20.000kr, sem greiðist tvisvar á ári.  

Hönnunarmars 2012.

Umræða og vangaveltur um þáttöku og með hvaða móti.

Umræða um hugsanlega sameiningu arkitektafélaganna, ai, fhi og fíla.

Iva  Rut segir frá sænsku leiðinni og stöðu viðræðna.

Annað

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að fara saman út að borða eftir aðalfund, látið vita í netfang ivarut@husa.is. Fyrirhugað er að fara á Tapasbarinn.

Kærar kveðjur,

Fh. Stjórnar
Íva Rut Viðarsdóttir Formaður

 

10+ á Hönnunarmars

8e24c3bf762da1aa.jpg

Fhi kynnir 10+ húsgagnasýninguna  á HönnunarMars 2011

Húsgagnasýningin 10+ var fyrst haldin  á síðasta ári og vakti mikla athygli og ljóst er að hún er komin til að vera.  Fhi, félag húsgagna- og innanhússarkitekta, ákvað því að endurtaka leikinn með það að markmiði að gera enn betur en síðast. 

Þátttakendur eru úr mörgum hönnunarfélögum en einmitt það gerir sýninguna fjölbreytta og spennandi. Mikill kraftur og hugmyndaauðgi er í íslenskri húsgagnahönnun um þessar mundir og við kynnum til leiks það nýjasta . Þátttakendur eru  úr fagfélögum arkitekta, vöruhönnuða, innanhússarkitekta, leirlistar, grafískra hönnuða og textílhönnuða. 

Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (þá Félag húsgagnaarkitekta, fha) var stofnað árið 1955 og er þar með  elsta fagfélag hönnuða á Íslandi. Stofnfélagar fhi voru helstu frumkvöðlar í íslenskri húsgagnahönnun og húsgagnaframleiðslu. Fhi hefur mikla trú á íslenskri húsgagnaframleiðslu og á sér þá ósk að hún eflist og verði stór atvinnugrein. Markmið með 10+ húsgagnasýningunni er að kynna íslenska hönnun og hvetja til aukinnar framleiðslu á húsgögnum eftir íslenska hönnuði.  Saman getur íslensk hönnun og íslensk framleiðsla orðið nýskapandi hreyfiafl.

Sýningin er í Grandagarði 16

Sýningarstjóri: Dóra Hansen

Sýningarhönnuður: Ómar Sigurbergsson.

Hönnuður  sýningaskrár:  Elísabet Jónsdóttir

Stockholm Design Week

e0eee3cafd9af081.jpg

Á fjórða tug íslenskra hönnuða og arkitekta sýna verk sín á kaupstefnunni Stockholm Furniture Fair og hönnunarvikunni Stockholm Design Week sem hefjast í Stokkhólmi 7. febrúar nk. 

Kaupstefnan er ein af þeim stærstu í Evrópu og óteljandi hönnunarviðburðir glæða stræti Stokkhólms óvæntu lífi. Gríðarmörg tækifæri felast í markvissri þátttöku. 


Hönnunarmiðstöð Íslands varð þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið að setja sýninguna
Icelandic Contemporary Design upp á Stockholm Furniture Fair en hún var hönnuð sem farandsýning til að kynna íslenska hönnun utan landssteinanna og opnaði fyrst á Listahátíð í Reykjavík 2009. Rúmlega tuttugu hönnuðir og arkitektar eiga verk á sýningunni. Ferðalag sýningarinnar er liður í að færa íslenska hönnunarsenu nær þeirri skandinavísku sem þekkt er að verðleikum og viðurkennd um heim allan. 

Auk sýningarinnar er að finna á kaupstefnunni hönnun frá íslensku fyrirtækjunum Arkiteó,FurniBloomLighthouse og Sýrusson

Aurum opnar sýningu á skartgripum og borðbúnaði í hinu smáa en virta hönnunargallerýi, Gallery Pascale og iðnhönnuðurinn Sigga Heimis sem nýverið sýndi verk sín í Hönnunarsafni Íslands, tekur þátt í samsýningu um 20 virtra hönnuða íBilogiska Museet

Ískaldir jöklar, lindavatn og hreinn krækiberjasafi stefna nú hraðbyri til Svíaveldis og eru framlag Brugghúsins Mjöðurs í Stykkishólmi sem ásamt Icelandic Water Holdings og Íslenskri hollustu munu gefa tóninn í móttökum sem sendiherra Íslands í Stokkhólmi býður til í samstarfi við Hönnunarmiðstöð, við tvö tækifæri. 

Móttökunum er ætlað að styrkja það tenglsanet sem þegar hefur verið unnið að undanfarin ár og til að mynda ný sambönd sem nýst geta íslensku hönnunarsenunni hvað varðar útflutning, umfjöllun og samstarf. 

Allar nánari upplýsingar um sýningarnar og viðburðina veitir Kristín Gunnarsdóttir kristin@honnunarmidstod.is í síma 771 2200 og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar í síma 699 3600.