félagsmál

Stjórn Hönnunarmiðstöðvar 2018

Stjórn Hönnunarmiðstöðvar 2018. Dóra Hansen fjórða frá hægri.  Mynd: Hönnunarmiðstöð

Stjórn Hönnunarmiðstöðvar 2018. Dóra Hansen fjórða frá hægri. 
Mynd: Hönnunarmiðstöð

Ný stjórn Hönnunarmiðstöðvar var kosin á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar í Norræna Húsinu þann 14.júní síðastliðinn.

Stjórnin er skipuð fulltrúum allra níu hönnunar og arkitekta félaganna sem eiga Hönnunarmiðstöð. 

Fyrir hönd Félags húsgagna- og innanhússarkitekta situr í stjórn Hönnunarmiðstöðvar, Dóra Hansen og hefur hún verið okkar fulltrúi síðustu ár. 

VIð óskum henni og nýju stjórninni góðs gengis ásamt því að þakka Dóru fyrir ómetanlegt starf í þágu fhi í gegnum árin.

Samstarfssamningur félaga hönnuða og arkitekta undirritaður á aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar

Samstarfssamningur milli félaga hönnuða og arkitekta við Hönnunarmiðstöð Íslands um framlag til uppbyggingar og reksturs miðstöðvarinnar var undirritaður á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar þann 14. júní sl.

Umræður um slíkan saming hefur staðið í langan tíma enda er Hönnunarmiðstöð í eigu félaganna og tilvalinn vettvangur til að efla árangur og þjónustu og samtal við félagsmenn og samfélagið allt. 

Drög að samningnum voru kynnt félagsmönnum fhi á félagsfundi í apríl sl. og samþykkti fundurinn að ganga til samninga. Með þessum samningi leggur félagið til framlag til miðstöðvarinnar af hverjum greiddum félagsmanni fhi. 

Félögin sem standa að gerð samningsins ásamt Hönnunarmiðstöð eru:

  • Arkitektafélag Íslands 
  • Fatahönnunarfélag Íslands 
  • Félag húsgagna-og innanhússarkitekta  
  • Félag íslenskra gullsmiða 
  • Félag íslenskra landslagsarkitekta 
  • Félag íslenskra teiknara 
  • Félag vöru-og iðnhönnuða 
  • Leirlistafélag Íslands 
  • Texílfélagið   

 

Markmið samningsins eru eftirfarandi:

1. Efla Hönnunarmiðstöð sem sameiginlegan vettvang hönnuða og arkitekta á Íslandi sem vinnur að framgangi og vexti greinanna í atvinnulífi, samfélagi og menningu

2. Styðja við og efla samtal á milli greina hönnunar og arkitektúrs við stjórnvöld og atvinnulíf

3. Efla þjónustu Hönnunarmiðstöðvar Íslands við eigendur sína (félögin), og vinna aðþví að samræma þjónustu og gæði sem félagar eiga kost á

4. Auka hagræði og samnýta fjármagn í ýmsum verkefnum á vegum Hönnunarmiðstöðvar og aðilarfélaganna

5. Með aðildargjaldi taka félögin þátt með beinum hætti í kostnaði við uppbyggingu og rekstur Hönnunarmiðstöðvar og staðfesta þar með mikilvægi hennar og virka hlutdeild.
 

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir á Facebook.

Fréttin birtist fyrst á vef Hönnunarmiðstöðvar - Sjá link hér fyrir neðan:

Ný stjórn Félags húsgagna- og innanhússarkitekta

stjórn fhi 2018.jpg

Þann 23.apríl síðastliðinn var haldinn félagsfundur fhi í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar að Austurstræti 2. Á fundinum var ný bráðabirgða stjórn félagsins kosin til eins árs. Í stjórninni sitja 3 aðilar eins og lög félagsins gera ráð fyrir ásamt varamanni. 

Stjórn félagsins var kosin einróma af þeim 21 félagmönnum sem mættir voru á fundinn og við tók ný stjórn skipuð þannig: 

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, formaður
Valgerður Á. Sveinsdóttir, ritari
Sturla Már Jónsson, gjaldkeri. 

Dóra Hansen var að lokum kosin varamaður af stjórn en hún situr einnig í stjórn Hönnunarmiðstöðvar fyrir hönd fhi.