Viðburðir

Aðalfundur fhi

Reykjavík, 18.maí 2011

Kæru Félagsmenn

Við minnum á aðalfund félags húsgagna og innanhússarkitekta, sem haldinn verður fimmtudaginn 26.maí kl 17:30, í Vonarstræti 4b - Hönnunarmiðstöð Íslands.
 

Dagskrá aðalfundar

Almenn aðalfundarstörf og önnur mál

 1. Kosning fundarstjóra og ritara.
 2. Skýrsla stjórnar, störf og framkvæmdir á liðnu ári.
 3. Skýrsla réttindanefndar.
 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 5. Kosið í stjórn félagsins. 

Iva Rut formaður, Helga Sigurbjarnardóttir, gjaldkeri og Hallgrímur, varamaður gefa kost á endurkjöri. Óskað er eftir einu framboði í stjórn.

Kosið í nefndir félagsins. 

Óskað er eftir framboði í dagskránefnd. Dagskránefnd heldur m.a utan um þáttöku fhi í Hönnunarmars 2012.

Kosið í réttindanefnd.

Skuldastaða félagsins vegna lögfræðikostnaðar.

Skuld fhi við Einar Pál Tamini vegna málflutnings og ráðgjafar. Samtals 1.183.234 með vsk. Tillaga að leið til lausnar:  Hækkun félagsgjalda og eða lántaka.

Ákvörðun ársgjalds.

Tillaga: Stjórn leggur til að ársgjald verði hækkað í 20.000kr, sem greiðist tvisvar á ári.  

Hönnunarmars 2012.

Umræða og vangaveltur um þáttöku og með hvaða móti.

Umræða um hugsanlega sameiningu arkitektafélaganna, ai, fhi og fíla.

Iva  Rut segir frá sænsku leiðinni og stöðu viðræðna.

Annað

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að fara saman út að borða eftir aðalfund, látið vita í netfang ivarut@husa.is. Fyrirhugað er að fara á Tapasbarinn.

Kærar kveðjur,

Fh. Stjórnar
Íva Rut Viðarsdóttir Formaður

 

Aðalfundur ECIA

Það er með ánægju að stjórn FHI kynnir aðalfund Evrópuráðs innanhússarkitekta sem verður haldinn að Kolsstöðum í Borgarfirði laugardaginn 11.september. 

Von er á annan tug stjórnarmeðlima til landsins hvaðanæva úr heiminum og er dagskráin þétt setin dagana 9. til 12. september.  Meiri upplýsingar eru að finna á www.ecia.net.

Aðalfundur fhi

Aðalfundur FHI var haldinn í Hönnunarmiðstöð Íslands fimmtudaginn 27 maí.

Viðstaddir voru 17 félagar sem telst nokkuð góð mæting. Kosin var ný stjórn og hana skipa Íva Rut Viðarsdóttir formaður, Helga Sigurbjarnadóttir og Dóra Hansen. Varamaður í stjórn er Hallgrímur Friðgeirsson.

Við óskum nýrri stjórn velfarnaðar í starfi og þökkum fráfarandi stjórn fyrir frábærlega unnin störf!

Aðalfundur fhi

Aðalfundur fhi verður haldinn fimmtudaginn 27. Maí, kl. 17:30 að Vonarstræti 4b, í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

 1. Skýrslu stjórnar félagsins um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári
 2. Skýrslur nefnda félagsins 
 3. Endurskoðaða reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár 
 4. Ákvörðun árgjalds, gjalddaga og reikningsskoðanda
 5. Kjör stjórnar og varamanna
 6. Kjör nefnda til eins árs 
 7. Lagabreytingar 
 8. Önnur mál 

Kosning eftirfarandi atriða:

 • Tillaga um sameiningu AÍ, FÍLA & FHI.
 • Mál HMÍ yfirfarin ásamt Hönnunarmars.
 • Tillaga FÍT um sameiginlegan starfsmann.
 • ECIA, Evrópusamtökin, haustfundur og stjórnarseta.
 • Stafsárið 2009-2010 yfirfarið.

Allir félagsmenn, gamlir sem nýir, hjartanlega velkomnir!
Léttar veitingar verða í boði.
 

F.h. stjórnar FHI
Hallgrímur Friðgeirsson formaður.