ECIA

Síðbúin stórfrétt!

thumb.php-2.jpeg

Það er með mikilli gleði og stolti að stjórn FHI tilkynnir að okkar eigin Hallgrímur Friðgeirsson hafi tekið sæti í stjórn ECIA sem eru Evrópusamtök Innanhússarkitekta, en aðalfundur þeirra samtaka var einmitt haldinn hér á landi í september.

Við óskum Halla góðs gengis með stjórnarsetuna og við vitum að hann verður okkur hinum félögunum góður málsvari á alþjóðlegum vettvangi. Eins má geta að Halli tók við stjórnarformennsku Hönnunarmiðstöðvar nú í vor og er hann þar sem fulltrúi okkar í FHI.