Byggingarreglugerð

Breyting á lögum um mannvirki

Breyting á lögum um mannvirki

Þann 8. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum um mannvirki nr. 160/2010 en frumvarpið var lagt fram 6. febrúar sl. Lögin voru birt í Stjórnartíðindum 25. júní 2018 og tóku gildi frá og með þeim degi. 
Með breytingunni er heimilað að séruppdrættir vegna mannvirkjagerðar séu lagðir fram í síðasta lagi áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst. Sett var nýtt ákvæði í lögin um ábyrgð og innra eftirlit hönnuða, skulu þeir fara yfir eigin verk og athuga hvort þau samræmist lögum og reglugerðum áður en hönnunargögn eru lögð inn til samþykktar hjá byggingarfulltrúa.