Ný vefsíða fhi

Ný vefsíða Félags húsgagna- og innanhússarkitekta hefur nú verið opnuð. Undirbúningur fyrir gerð nýrrar vefsíðu hófst eftir að ný stjórn tók til starfa í apríl mánuði síðastliðnum. Gamla vefsíða fhi var komin verulega til ára sinna og fullnægði ekki tæknikröfum nútímans um gott aðgengi í mismunandi gerðum tækja og hafði ekki verið uppfærð í langan tíma. Nýja vefsíðan er nú einfaldari og þægilegri í notkun og hún er aðgengileg í öllum gerðum tækja. 

Markmið með þessari nýju vefsíðu er að bæta til muna aðgengi að upplýsingum um félagið og frekari upplýsingar fyrir félagsmenn fhi, nemendur sem hyggja á nám erlendis og hönnuði sem leita sér starfsréttinda. 

Með nýjum samningi á milli félaga sem eiga Hönnunarmiðstöð verður sett kapp í gerð nýrrar sameiginlegrar vefsíðu þar sem hvert félag fær sína gátt og mun Hönnunarmiðstöð standa fyrir gerð þeirrar síðu sem vonandi fer í loftið á næsta ári. 

Á meðan munum við halda uppi okkar vefsíðu ásamt fleiri miðlum þar sem við miðlum helstu fréttum sem snúa að félaginu og félagsmönnum sem og að betrumbæta allar upplýsingar um starfsemi og hlutverk húsgagna- og innanhússarkitekta ásamt gagnlegum upplýsingum um fagið.

Meðal nýjunga á vefsíðunni er skráningarhnappur þar sem nú er hægt að skrá sig í félagið beint í gegnum vefsíðuna, bættar upplýsingar á umsókn um lögverndað starfsheiti og upplýsingar aðgengilegar um hlutverk og starfsemi félagsins. Unnið er að því að bæta inn efni og upplýsingum.

Allar ábendingar um hvað betur megi fara á nýju vefsíðunni eru vel þegnar og hvetjum við fólk til að senda tölvupóst á fhi@fhi.is ef það er með einhverjar ábendingar eða spurningar.

Stjórn fhi
Rósa, Vala og Sturla