Ný stjórn Félags húsgagna- og innanhússarkitekta

stjórn fhi 2018.jpg

Þann 23.apríl síðastliðinn var haldinn félagsfundur fhi í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar að Austurstræti 2. Á fundinum var ný bráðabirgða stjórn félagsins kosin til eins árs. Í stjórninni sitja 3 aðilar eins og lög félagsins gera ráð fyrir ásamt varamanni. 

Stjórn félagsins var kosin einróma af þeim 21 félagmönnum sem mættir voru á fundinn og við tók ný stjórn skipuð þannig: 

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, formaður
Valgerður Á. Sveinsdóttir, ritari
Sturla Már Jónsson, gjaldkeri. 

Dóra Hansen var að lokum kosin varamaður af stjórn en hún situr einnig í stjórn Hönnunarmiðstöðvar fyrir hönd fhi.