Óskað eftir umsögnum vegna hönnunarstefnu

5cc09655c5a6a064.jpg

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur undanfarna mánuði unnið að því að endurskoða síðustu hönnunarstefnu sem rennur út í lok þessa árs.

Síðustu mánuði hefur fhi tekið þátt í samtali um endurskoðun stefnunnar og ber þar að nefna tvo vinnufundi, fyrsti fundurinn var Stefnumótandi fundur eigenda Hönnunarmiðstöðvar Íslands um endurskoðun hönnunarstefnu. Fundurinn var haldinn í Hannesarholti, föstudaginn 4.maí 2018. 
Sá síðari var Stefnumótunarfundar vegna endurskoðunar Hönnunarstefnu sem haldinn var á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á Grand Hótel á miðvikudaginn 30. maí

Nú gefst félagsmönnum tækifæri á að senda inn umsögn um endurskoðaða stefnu.
Hægt er að senda inn umsögn til og með 31. ágúst 2018.

Í kynningu segir:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 83/2018 – Hönnunarstefna 2019-2027. Samráðið stendur yfir til 31.08.2018 og hægt er að senda inn umsagnir á samráðsgátt Ísland.is á eftirfarandi slóð:

Samráðsgáttina má opna hér:

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=83

Athugið að allar umsagnir birtast opinberlega strax á netinu.

Til upplýsinga má lesa Hönnunarstefnu 2014-2018 HÉR