Félagsaðild

 

Allir félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt í félaginu, en kjörgengi og atkvæðisrétt hafa aðalfélagar og heiðursfélagar.

Félagsmenn skulu rækta með sér góðan félagsanda og taka tillit til stéttarfélaga sinna og starfsheiðurs þeirra, hvort heldur í samkeppni við þá eða samstarfi.

Nýir félagar greiða félagsgjöld frá og með þeim degi sem umsókn þeirra er samþykkt af stjórn félagsins. Heiðursfélagar og félagsmenn sem eru 65 ára og eldri eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda.

 

Aðalfélagar

Geta þeir orðið sem lokið hafa fullnaðarprófi í húsgagna- og/eða innanhússarkitektúr frá skólum sem félagið viðurkennir. 

Til að sækja um félagsaðild sem aðalfélagi þarf umsækjandi að hafa lögverndað starfsheiti frá ráðuneyti. Sjá nánar HÉR.

Aðalfélagar skulu kenna sig við félagið með því að nota skammstöfun þess FHI með starfsheiti.

Fullgildir aðalfélagar geta einir sett skammstöfunina FHI fyrir aftan starfsheitið húsgagna- og innanhússarkitekt eða hluta þess starfsheitis.

Félagsgjöld eru 20.000 kr. á ári sem skiptast í tvær greiðslur.

Aukafélagar

Geta þeir orðið sem stunda nám við skóla sem félagið viðurkennir eða starfa erlendis.

Félagsgjöld eru fjórðungur af fullu félagsgjaldi, 5.000 kr. á ári sem skiptast í tvær greiðslur.


Sækja um félagsaðild!

Nafn *
Nafn
Heimilisfang *
Heimilisfang
Aðalfélagar fá HA tímaritið sent heim að dyrum!
Kröfur um aðild: Aðalfélagsaðild er fyrir þá sem hafa lögverndaða starfsheitið húsgagnaarkitekt, innanhússarkitekt, húsgagnahönnuður og/eða innanhússhönnuður frá ráðuneyti. Aukafélagsaðild er fyrir námsmenn í faginu og þeir sem starfa erlendis.
Gerðu nánar grein fyrir hvernig þú uppfyllir kröfur um aðild.
Vefsíða félagsmanna eru birtar í félagatali
http://
Ég samþykki skilmála og samþykktir FHI *
Með inngöngu í FHI gerast aðalfélagar sjálfkrafa félagsmenn í Hönnunarmiðstöð og Myndstef skv.samþykktum félagsins. Upplýsingum s.s. nafn, heimilisfang og netfang er sent á þessa aðila. Upplýsingum er ekki deild á aðra þriðja aðila en nefndir eru hér að ofan. Aðalfélögum og aukafélögum er gert að kynna sér samþykktir félagsins.